Rory Sutherland

Card image cap

Rory Sutherland

17 900 ISK 06.02.19 - 09:30 - 06.02.19 - 09:30

Rory Sutherland verður gestur á morgunfundi ÍMARK miðvikudaginn 6. febrúar 2019. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á markaðssetningu og auglýsingum, en það mætti segja að hann sé einskonar markaðsvísindamaður sem finnur upp nýjar aðferðir við markaðssetningu á vörum og þjónustu.

Rory Sutherland er varaformaður Ogilvy sem er ein af stærstu markaðs og auglýsingastofum í heimi, stofnuð árið 1850.

Síðastliðin ár hefur hann unnið mikið með útskriftarnemum í sálfræði sem leita að "ósýnilegum tækifærum" í neytendahegðun – þar sem smávægilegar breytingar í viðmóti eða samskiptum kunna að hafa mikil áhrif á þær ákvarðanir sem fólk tekur - til dæmis breytingar á handriti sölufólks í símaveri sem leiða til þreföldunar á söluhlutfalli þeirra. Með örðum orðum mörg fyrirtæki tala um "keypta“, "eigin“ og "áunna“ miðla. Rory einbeitir sér hinsvegar að því að finna upp og uppgötva nýja miðla. Þ.e. leita að óvæntum og ódýrum leiðum sem breyta því hvernig fólk hagar sé og hugsar. Eins og gefur að skilja þá getur þetta verið afar arðbærar uppgötvanir en það er stundum erfitt að sannfæra fyrirtæki um að leita að og leysa vandamál sem þau vita ekki að eru til staðar.

Rory hefur verið skapandi forstöðumaður og textasmiður hjá Ogilvy í yfir 20 ár. Auk þess hefur hann verið formaður dómnefndar á Cannes, flutt fyrirlestra á TED, einnig skrifar hann reglulega pistla hjá The spectator, Market leader and impact og af og til hjá Wired. Hann hefur gefið út tvær bækur: The Wiki Man og Alchemy, the surprising power of Ideas which don´t make sense. Forsala hefst miðvikudaginn 6. desember.

 

E-Commerce by SalesCloud
ÍMARK-samtök markaðsfólks á Ísl partners with SalesCloud to provide secure sales & payment processing.