Ungmenni með áhættuhegðun

Card image cap

Ungmenni með áhættuhegðun

10 000 ISK 14.11.19 - 18:00 - 14.11.19 - 21:00

Hvað er til ráða þegar barn/unglingur sýnir áhættuhegðun? Hvenær er best að grípa inní? Hvað er til ráða þegar barnið/unglingurinn fer að fjarlægjast heimilið?

Áhættuhegðun ungmenna – námskeið fyrir örvæntingafulla /ráðþrota foreldra/forsjáraðila.

Í þessu tveggja klukkustunda námskeiði fer Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur yfir fyrirbrigðið "áhættuhegðun ungmenna". Hvað fellst í áhættuhegðun?, Ef unglingurinn minn er að fikta við áfengi og eða eiturlyf verður hann fíkill?, Er öll áhættusækin hegðun hættuleg? Hvenær þarf virkilega að hafa áhyggjur? Hvað geta foreldrar (umönnunar aðilar) gert í forvarnar skyni? Hvernig veit ég hvort unglingurinn minn er í neyslu? Hvernig kemst barnið mitt í gegnum unglingsárin án þess að skaðast? Svona spurningum og mörgum öðrum mun Guðrún leitast við að svara og fjalla um á þessu mjög svo áhugaverða námskeiði.

Námskeiðið mun taka 2 klukkustundir, boðið er upp á umræður og spurningar í rúman hálftíma eftir námskeiðið þar sem Guðrún svarar spurningum er snúa að börnum og ungmennum.

Námskeiðisgjald 10.000 fyrir hvert sæti.