LAN Tækniskólans

Card image cap

LAN Tækniskólans

3 500 ISK 31.05.19 - 20:00 - 02.06.19 - 13:00

LNT kynnir STÆRSTA LAN Tækniskólans hingað til!
LAN Tækniskólans hefur áður verið haldið innan veggja skólans og hefur því verið takmarkað pláss en erum við nú staðsett í íþróttahúsinu Digranesi og er því pláss fyrir mun fleiri þátttakendur.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

LAN Tækniskólans verður haldið 31 maí - 2 júní í íþróttahúsinu Digranes. Mikilvægt er að það sé komið með ykkar eigin LAN snúrur og fjöltengi. Skipuleggjendur áskilja sér fullan rétt til að vísa fólki út sem eru með vandræði eða fylgja ekki reglum. 
Það er tekið frá ákveðið svæði á hvern mann og það þarf að virða. Húsið opnar fyrst kl 20:00 og eru þeir sem eru undir 18 ekki hleypt inn nema með leyfisbréfi sem hægt er að nálgast á LNT.is og við inngang á LANið. 
Frekari upplýsingar um leyfisbréf og reglur má nálgast á LNT.is

Leyfisbréfinu er skilað þegar mætt er á LANið.

Pizza, gos og orkudrykkir verða til sölu á viðburðinum á sAnnGJörnU veRði.

CS:GO, League of Legends, PUBG og Rocket League eru leikir sem keppt verður í á LANinu og eru frábærir vinningar í boði.

100.000kr fyrir sigurlið CS:GO og 50.000 fyrir sigurlið League of Legends.

Ef það eru einhverjar spurningar meiga þær berast til Margeir F. Pálsson, formann LAN nefndar.
margeirf@gmail.com
S: 696-6726

E-Commerce by SalesCloud
NST partners with SalesCloud to provide secure sales & payment processing.